„Mér hefur fundist almannatengsl íslenskra yfirvalda hér í Bretlandi helst til lítil. Þeim hefur ekki tekist nægilega vel að miðla sínum sjónarmiðum.“

Þetta segir Jón Daníelsson, dósent í fjármálum við London School of Economic, í samtali við Viðskiptablaðið.

Jón býr eðlimálsins samkvæmt í London í Bretlandi. Fréttirnar í breskum fjölmiðlum eru á aðra vegu en í þeim íslensku þegar litið er á hvað sagt er um hvort innistæður Icesave í Bretlandi, innláns reikningur í eigu Landsbankans, séu tryggðar af íslenskum stjórnvöldum eða ekki.

Íslenskir fjölmiðlar segja að svo sé en breskir ekki.