*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Innlent 25. nóvember 2015 13:41

Almenni lífeyrissjóðurinn fær alþjóðlega viðurkenningu

Almenni lífeyrissjóðurinn besti lífeyrissjóðurinn í Evrópu með færri íbúa en eina milljón.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Almenni lífeyrissjóðurinn er besti lífeyrissjóðurinn í Evrópu 2015 með færri en eina milljón íbúa að mati fagtímaritsins Investment Pension Europe. Sjóðurinn var auk þess einn fjögurra sjóða sem var tilnefndur fyrir bestu samsetningu lífeyrisréttinda í Evrópu og einn af sex sjóðum í Evrópu sem best þjónustar marga launagreiðendur og starfsgreinar, að mati tímaritsins.

Í umsögn dómnefndar segir að sjóðurinn skari langt framúr flestum í ráðgjöf og upplýsingamiðlun auk þess að notkun upplýsingatækni sjóðsins sé til fyrirmyndar. Einnig er rætt um fyrirkomulag sjóðsins að þriðjungur af skylduiðgjaldi sé lagt í erfanlegan séreignarsjóð, lágt kostnaðarhlutfall sjóðsins og hvernir sjóðurinn höfðaði til ungs fólks með sérstakri heimasíðu.