Almennni lífeyrissjóðurinn ætlar að lækka greiðslur úr sjóðnum um 2,5% frá og með næstu mánaðamótum. Lækkunin gildir bæði fyrir þá sem fá lífeyri greiddan úr sjóðnum og þá sem eiga réttindi hjá honum. Ástæðan er sú að skuldbindingar sjóðsins eru 7,5% meiri en eignir sjóðsins.

Fram kemur á vefsíðu Almenna lífeyrissjóðsins að há verðbólga hér og miklar sveiflur á erlendum mörkuðm hafi haft mikil áhrif á rekstur lífeyrissjóðanna það sem af er ári. Í júlílok hafði heimsvísitala hlutabréfa hækkaði um 4,5% í krónum talið. Í lok síðasta mánaðar hafði hún hins vegar lækkað um 9,9% frá áramótum. Óhagstæð gengisþróun olli lækkun á erlendum eignum sjóðsins og hafði neikvæð áhrif á tryggingafræðilega stöðu hans.

Á sama tíma hafði vísitala neysluverðs hækkað um 4,2%. Ávöxtunarleiðir í séreignarsjóði eru að mestu verðtryggðar og hækkuðu mest á árinu.

Í lok september voru áfallnar skuldibindingar sjóðsins verið 13% umfram eignir en heildarskuldbindingar verið 5,8% umfram eignir.

Eftir lækkun lífeyrisréttinda verða heildarskuldbindingar 4,8% umfram heildareignir og áunnar skuldbindingar 10,7% umfram eignir. Með lækkuninn verður tryggingafræðileg staða sjóðsins innan þeirra marka sem lög kveða á um. Vikmörkin eru 10% í eitt ár.

Almenni lífeyrissjóðurinn