*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Innlent 21. júní 2013 15:59

Almenni lífeyrissjóðurinn tilnefndur til verðlauna

Almenni lífeyrissjóðurinn hlaut tilnefningu lífeyrisverðlauna fyrir upplýsingamiðlun til sjóðsfélaga.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur verið tilnefndur til European Pensions lífeyrisverðlaunanna árið 2013 fyrir upplýsingamiðlun til sjóðfélaga. European Pensions er tímarit um lífeyrismál í Evrópu sem kemur út sex sinnum á ári en stendur jafnframt árlega fyrir European Pensions Awards þar sem þeim sem taldir eru skara fram úr á sviði lífeyrisþjónustu eru veitt verðlaun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Almenna lífeyrissjóðsins.

Almenni lífeyrissjóðurinn var tilnefndur ásamt 8 öðrum sjóðum fyrir bestu upplýsingagjöfina en sjóðurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á þann hluta þjónustunnar af því er fram kemur í tilkynningunni.

Þann 26. júní mun koma í ljós hvort Almenni lífeyrissjóðurinn hljóti verðlaunin.