Sjóðsfélagar í Almenna lífeyrissjóðnum samþykktu á sjóðsfundi á þriðjudaginn að sameinast Lífeyrissjóði Lækna, segir í tilkynningu.

Sameinaður sjóður mun heita Almenni lífeyrissjóðurinn og verður hann fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins og verða heildareignir hans rúmlega 60 milljarðar um áramótin, segir í tilkynningunni.

Skráðir sjóðsfélagar verða um 25 þúsusnd. Aðild að sjóðnum er öllum opin en jafnframt er sjóðurinn starfs¬greinasjóður arkitekta, leið¬sögumanna, lækna, tónlistarmanna og tæknifræðinga, segir í tilkynningunni.

Lífeyrissjóður lækna var stofnaður 1965 og hafði því starfað í núverandi mynd í 40 ár. Aðrir sjóðir sem hafa sam¬einast í Almenna lífeyrissjóðinn eru Lífeyrissjóður arkitekta stofnaður 1967, Lífeyrissjóður starfsmanna SÍF stofnaður 1968, Lífeyrissjóður FÍH stofnaður 1970, Lífeyrissjóður Félags leiðsögumanna stofnaður 1977, Lífeyrissjóður Tæknifræðingafélags Íslands stofnaður 1965 og ALVÍB stofnaður 1990.