Almenni lífeyrissjóðurinn hefur ákveðið að bjóða sjóðfélögum að koma í heimsókn laugardaginn 10. mars milli 11-15.Markmiðið er að miðla upplýsingum til sjóðfélaga og veita upplýsingar um lífeyrisréttindi og séreignarsparnað.

Markmiðið er að upplýsa sjóðfélaga og veita ráð um lífeyrissparnað, vefi og lán sem sjóðurinn býður.

Starfsfólk sjóðsins verður með heitt á könnunni allan daginn og boðið verður upp á nokkur örnámskeið um lífeyrismál, tónlist og skemmtun. Dagskráin er eftirfarandi:

  • 11:00 - Stutt í lífeyri. Hvernig á að undirbúa töku lífeyris?
  • 11:30 - Skyndihjálparnámskeið
  • 12:30 - Að taka fasteignalán. Hvað þarf að skoða og undirbúa?
  • 13:00 Hönnun íbúða. Markmið og áherslur skapandi ferlis.
  • 13:30 Guðrún Árný Karlsdóttir, söngkona, flytur tónlistaratriði.
  • 14:00 Passaðu þína verðmætustu eign. HVersu verðmæt eru lífeyrisréttindi? Hvernig er best að líta eftir þeim?
  • 14:30 Góð heilsa, gulli betri. Læknir gefur góð heilsuráð.

Lesa má frekar um viðburðinn og skrá sig þátttöku hér .