*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 2. desember 2016 10:33

Almenni sigrar tvöfalt

Almenni lífeyrissjóðurinn vinnur verðlaun fagtímarits í Evrópu, m.a. því þriðjungur iðgjalda fara í erfanlegan séreignasjóð.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður í Evrópu í flokki lífeyrissjóða á almennum markaði af fagtímaritinu Investment Pension Europe að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sjóðnum.

„Að auki var Almenni valinn besti lífeyrissjóður í Evrópu meðal þjóða með færri en milljón íbúa og er það annað árið í röð sem Almenni hlýtur þau verðlaun, en þeim verðlaunum deilir Almenni að þessu sinni með öðrum íslenskum lífeyrissjóði,“ segir í tilkynningunni.

„Almenni  var einnig tilnefndur annað árið í röð  fyrir bestu samsetningu lífeyrisréttinda í Evrópu.

Í umsögn dómnefndar segir m.a. að sjóðurinn skari fram úr flestum öðrum í ráðgjöf og upplýsingamiðlun auk þess sem notkun upplýsingatækni í þágu sjóðfélaga sé til fyrirmyndar. Í því sambandi var nýi sjóðfélagavefur Almenna sérstaklega nefndur til sögunnar.

Fyrirkomulag sjóðsins, þ.e. að þriðjungur af skylduiðgjaldi sé lagt í erfanlegan séreignarsjóð, vakti einnig athygli dómnefndar auk þess sem Ævileið Almenna lífeyrissjóðsins þótti heppileg og kostnaðarhlutfall lágt.

Þetta er sextánda árið sem IPE-verðlaunin eru veitt af fagtímaritinu Investment Pension Europe en verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2001.

Umfang verðlaunanna hefur vaxið ár frá ári sem og fjöldi þátttakenda en þeir voru á fimmta hundrað í ár frá 25 löndum. Veitt voru verðlaun í 16 flokkum eftir landsvæðum og í 13 þemabundnum flokkum auk heildarverðlauna.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is