Almenningur í Sviss íhugar nú að setja á lög um hámarkslaun stjórnenda fyrirtækja þannig að þau verði aldrei hærri en 12 sinnum lægstu launin. Þessi umræða er þó ekki ný á nálinni en í mars voru settar strangar reglur um bónusgreiðslur. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Ef þessi lagasetning myndi ganga eftir verða þetta ströngustu reglur sem þekktar eru um laun stjórnenda og jafnframt lægstu launin. Þetta hefur gagnrýnt og sagt að þetta muni draga úr erlendri fjárfestingu. Raunar virðist sá málflutningur hafa hitt í mark því fyrstu niðurstöður benda til þess að tillagan hafi verið felld. Ríkisstjórnin mun einnig vera mótfallin þessum hugmyndum.

Mikil reiði er meðal almennings vegna launa stjórnenda sem eru í sumum tilfellum allt að 200 sinnum hærri en aðrir starfsmenn fá. Þessar upphæðir hafa sést hjá stjórnendum fyrirtækja sem hafa verið að segja upp fólki.

Síðustu skoðanakannanir hafa sýnt að rétt rúmur meirihluti er hlynntur þessari lagasetningu.