Velta greiðslukorta hérlendis hefur jókst um tæp 29% fyrstu vikuna í maí miðað við vikuna á undan. Kortaveltan dróst verulega saman í mars og apríl. Það mátti hins vegar sjá kipp eftir að samkomubanninu var rýmkað síðastliðinn 4. maí og hefur hefur hún náð svipuðu stigi og í upphafi mars.

Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst einnig verulega í síðustu viku og er nú nánast orðin sú sama og fyrir heimsfaraldurinn. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á vef Stjórnarráðsins í dag.

Meiri aðsókn hefur verið í Kringluna að undanförnu. Um 18 þúsund manns komu við í Kringlunni hvorn daginn í síðustu helgi eins of Viðskiptablaðið fjallaði um í vikunni. Til samanburðar fóru um 5 þúsund manns á dag í Kringluna frá seinnihluta marsmánaðar til lok apríl.

Sjá einnig: Kortavelta ekki lægri síðan 2009

Kortavelta erlendra ferðamanna er enn lítil sem engin sem kemur lítið á óvart vegna takmarkaðra flugsamgangna til og frá landinu.