© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Nú er í fyrsta sinn lagður á tekjuskattur í þremur þrepum. Alls greiða 133 þúsund framteljendur skatt í miðþrepi, eða 88% þeirra sem greiða tekjuskatt. Viðbótarálagning í miðþrepi nam 9,9 milljörðum umfram tekjuskatt í fyrsta þrepi. Tekjuskatt í efsta þrepi greiða 9.500 fram­teljendur, samtals 2,1 milljarða í tekjuskatt umfram það sem greitt er í neðri þrepunum.

Almennur tekjuskattur sem nam 100,6 milljörðum króna var lagður á rúmlega 151 þúsund framteljendur. Af þeirri upphæð fóru 9,4 milljarðar til að greiða útsvar 98 þúsund framteljenda að hluta eða öllu leyti og 445 milljónir króna til að greiða fjármagnstekjuskatt rúmlega 6 þúsund framteljenda að hluta eða öllu leyti. Nú greiða 64% þeirra sem höfðu jákvæðan tekjuskatts- og útsvarsstofn tekjuskatt til ríkissjóðs. Þetta hlutfall hefur ekki verið lægra síðan 2002.