Móðurfélag Alpan hf., LOOK Cookware Íslands ehf., hefur fjárfest í 4800 fermetra iðnaðarhúsnæði í borginni Targoviste í Rúmeníu og verða framleiðslutæki félagsins flutt þangað á fyrrihluta ársins 2006.

Að sögn Þórðar Bachmann, framkvæmdastjóra Alpan, er áætlað að fjárfesta fyrir þrjár milljónir evra í Rúmeníu. Fyrirhugað er að ráða 40-50 starfsmenn til fyrirtækisins á næstu mánuðum til að sinna fyrirliggjandi eftirspurn. Að hluta til verða þessir starfsmenn þjálfaðir upp í verksmiðju fyrirtækisins á Íslandi. Gert er ráð fyrir að fjórfalda framleiðslu fyrirtækisins og ganga áætlanir þess út á að innan þriggja ára verði starfsmenn þess í Rúmeníu orðnir 100 talsins.

Ítarlegri frétt í Viðskiptablaðinu í dag.