Alríkisdómari í Bandaríkjunum segist ætla að kveða upp úrskurði í dag sem tengjast gjaldþroti Detroit. Yfirvöld í Detroit lýstu borgina gjaldþrota á dögunum. Fréttavefur CNBC segir að ákvörðun Steven Rhodes dómara muni hafa mikil áhrif á fjölmörg ríki og borgir sem eiga í fjárhagserfiðleikum.

Ríkisdómstóll í Michigan hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að borginni væri óheimilt, samkvæmt stjórnarskrá ríkisins, að skerða lífeyrisgreiðslur til opinberra starfsmanna. Alríkisdómstóllinn mun þurfa að skera úr um hvort sú ákvörðun stríði einnig gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Lögmenn stéttarfélaga í Detroit mótmæltu harðlega þegar ákvörðun um að lýsa gjaldþroti yfir var tekin.