ALS (MND) ísfötuáskorunin sem margir hafa tekið, meðal annars einn forseti Bandaríkjanna og Bill Gates, stofnandi Microsoft, hefur logað á samskiptamiðlum undanfarnar vikur. Áskorunin hefur skilað meiru heldur en skemmtilegum myndskeiðum en með henni hafa safnast 41,8 milljónir Bandaríkjdala, eða sem nemur tæpum fimm milljörðum króna.

Yfir 739 þúsund manns hafa styrkt átakið og nemur söfnunarféð meira en tvöfalt því sem ALS (MND) samtökin fengu á öllu árinu 2013.

Carrie Munk, talsmaður samtakanna, segir í New York Times að söfnunarféð sé frábært en að það besta við áskorunina var að auka meðvitund fólksins á sjúkdómnum. Hún segir að féð muni skipta sköpum fyrir það að þróa meðferðir og lækningu á sjúkdómnum.