Þjónustu og innheimtufyrirtækið Alskil hf. kærðu í síðasta mánuði lögfræðifirmað Inkasso ehf. til Neytendastofu vegna meintra óréttmætra viðskiptahátta. Í kærunni kemur m.a. fram að í auglýsingum og kynningum Inkasso ehf., bæði í blöðum, sjónvarpi sem og á heimasíðu, í viðtölum og víðar sé lögð áhersla á að þjónusta félagsins sé veitt ókeypis. Telur Alskil bæði rangt og óréttmætt að að Inkasso auglýsi með þessum hætti.

Segir í kæruunni að fram komi í gjaldskrá Inkasso að kröfuþola sé ætlaða að greiða kostnað og því sé hann ekki ókeypis. Þá beri kröfuhafa að greiða grunngjald og útlagðan kostnað þegar krafa er felld niður og tiltekin gjöld ef svo ber undir. Þannig sé þjónustan hvorki ókeypis fyrir kröfuhafann né þann sem krafinn er um greiðslu. Er þess krafist að Neytendastofa grípi til aðgerða og stöðvi strax auglýsingar Innkasso í þessa veru. Jafnframt að Inkasso setji fram með jafn áberandi hætti „leiðréttingu þessara misgerða sinna.”