*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 15. september 2016 08:21

Alþingi innleiðir timburreglugerðir

Þrjár ESB reglugerðir um ólöglegt skógarhögg og sölu á afurðum þeirra bætast í íslenska lagasafnið frá Alþingi.

Ritstjórn

Alþingi Íslendinga hefur samþykkt lög sem innleiða þrjár reglugerðir Evrópusambandsins sem lúta að markaðssetningu á timbri og timburvöru.

Sagt valda skógareyðingu og losi koltvísýring

Lögin eiga að hindra markaðssetningu á ólöglega höggnum við og vörum úr slíkum viði. Segir í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu um innleiðinga að ólöglegt skógarhögg sé útbreitt vandamál.

Það valdi skógareyðingu og hnignun skóga sem orsaki um 20% af losun koltvísýrings í heiminum, ógnar líffræðilegri fjölbreytni, grafi undir sjálfbærri skógarstjórnun og þróun, eykur jarðvegseyðingu og getur ýtt undir hamfarir og flóð. 

Í fréttatilkynningunni segir jafnframt að markmið laganna sé að vinna gegn ólöglegu skógarhöggi, að stuðla að sjálfbærri skógarstjórnun og loks að reyna að draga úr loftslagsbreytingum á kostnaðarhagkvæman hátt.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is