Skrifstofa Alþingis og Fjármálaeftirlitið (FME) hafa staðið í bréfaskiptum við hvort annað vegna ábendinga FME um að stjórnvöld og aðrir aðilar sem fá reglulega innherjaupplýsingar í starfsemi sinni skuli fylgja reglum FME um meðferð slíkra upplýsinga og viðskipti innherja. Telur eftirlitið meðal annars að undir reglurnar falli fastanefndir Alþingis og hefur FME bent á að æskilegt væri að skipaður væri regluvörður vegna starfseminnar.

FME sendi bæði dreifibréf og síðar annað bréf til Skrifstofu Alþingis eftir að skrifstofan gerði athugasemd við dreifibréfið sem fjallaði um meðferð innherjaupplýsinga. Í september svaraði skrifstofa Alþingis svo seinna bréfi FME þar sem túlkun FME er mótmælt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .