Í dag er boðaður þingfundur klukkan 10:30 og liggur fyrir þingi að klára ýmis mál áður en þingi verði slitið í síðasta sinn fyrir kosningar.

Verða meðal annars til afgreiðslu frumvarp um stofnun millidómstigs, aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum, stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, útlendingalög, þ.e. frestur réttaráhrifa, almannatryggingar, þ.e. einföldun bótakerfis, breyttur lífeyristökualdur og fleira.

„Ég geri ráð fyrir að þetta muni klárast um hádegisbilið,“ segir Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis í samtali við Morgunblaðið en hann var spurður hvort þingið komi til með að klára störf sín í dag.