Mikill meirihluti þingmanna samþykkti í dag kaup ríkisins á jörðunum Kalmanstjörn og Junkaragerði á Reykjanesi sem kveðið er á um fjáraukalögum. Kaupverðið nemur 1.230 milljónum króna.

Eins og fram kemur komið eru á jörðunum orkuauðlindir sem sjá Reykjanesvirkjun fyrir um helmingi þeirrar orku sem hún nýtir nú og ætluð er í fyrirhugaða stækkun.

Meirihluti kaupverðsins, 900 milljónir króna, ganga upp í skattaskuld Reykjanesbæjar.

Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi í tengslum við málið í kosningu um fjáraukalögin, bæði í óundirbúnum fyrirspurnartíma og við kosninguna sjálfa.

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði um viðskipti aldarinnar að ræða. Reykjanesbær hafi keypt jarðirnar ásamt öðrum á 800 milljónir króna. Nú greiði ríkiðs 1.230 milljónir fyrir sama eignarhlut. Hann krafðist þess að fá upplýsingar um það hvaða aðferðafræði hafi verið notuð við verðmatið.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra svaraði því til að stuðst hafi verið við matsgerðir á jörðum og jarðhitaverkefnum á Reykjanesi og hafi báðir aðilar sæst á verðið. Hann sagði viðskiptin ekki marka fordæmi fyrir ríkið og að það muni í framtíðinni kaupa eignir sveitarfélaga upp í skuldir.