Breytingar á lögum um gjaldeyrismál, sem stuðla að afnámi á fjármagnshöftum sem hafa verið í gildi frá nóvember 2008, voru samþykkt í dag á Alþingi Íslendinga með öllum greiddum atkvæðum. Lögin öðlast þegar gildi.

Frumvarpið var lagt fram 17. ágúst. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar og ásamt seðlabankastjóra kynntu aðgerðirnar sem frumvarpið felur í sér daginn áður.

Alls voru sendar út 52 umsagnabeiðnir og bárust tólf umsagnir við frumvarpið. Efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á frumvarpinu áður en það var afgreitt sem byggði meðal annars á þessum umsögnum.

Alls greiddu 47 með frumvarpinu, 6 voru búnir að tilkynna um fjarvist og 10 voru fjarverandi. Meðal þeirra sem voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra.

Hægt er að sjá feril málsins hér .

Hægt er að sjá niðurstöður atkvæðagreiðslunnar hér .