Alþingi samþykkti á þriðja tímanum í dag lög á verkfall flugmanna Icelandair. Þrjátíuogtveir greiddu atkvæði með frumvarpinu. Samkvæmt lögunum þarf Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair að ná samningum fyrir 1. júní, annars verður kjaradeila þeirra sett í gerðardóm.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti fyrir lagafrumvarpinu í gærkvöldi. Hún sagði að lagasetningin væri neyðarúrræði. Flugmenn lögðu niður störf á föstudaginn og unnu ekki yfirvinnu um helgina. Það olli töluverðri röskun á flugáætlun.

Í tilkynningu Icelandair Group til Kauphallarinnar, sem send var eftir að Alþingi samþykkti lögin, segir að ekki liggi fyrir hver kostnaður samstæðunnar er vegna verkfallsins.