Skipulagsstofnun hafnaði í gær tillögu Vegagerðarinnar vegna nýrrar veglínu um Teigskóg þar sem hún telur veglínuna of líka þeirri sem Hæstiréttur hafnaði árið 2009.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir í samtali við Fréttablaðið að þetta sé alvarlegt mál og það sé tæknilega hægt að setja sérlög um vegtengingu í gegnum Teigskóg. „Ég hef sjálfur flutt þannig tillögu. Þetta er framkvæmd sem getur ekki beðið lengur. Hér er um að ræða mikilvægustu vegaframkvæmd Íslands að mínu mati.

Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum munu hins vegar þurfa að bíða lengur eftir bættum vegasamgöngum vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, segir að það sé stjórnsýslunni til vansa að hafa ekki náð að leysa úr málinu en Skipulagsstofnun sé hins vegar bundin af þeim lögum sem hún vinnur eftir.

Þóróddur Bjarnason, formaður Byggðastofnunar, er hins vegar afar ósáttur við úrskurð Skipulagsstofnunar og ný sé það Alþingis að setja sérlög um nýjan veg.