Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
© BIG (VB MYND/BIG)
Alþingi þarf að samþykkja kaup Íslandsbanka á Byr því fyrr getur salan ekki gengið gegn samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra. Steingrímur segir íslenska ríkið muni ekki tapa á sölunni.

Í tilkynningu um kaupin kom fram að sameiningin væri háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjáramálaeftirlitsins. Einhverjir hafa haldið því fram að Alþingi þurfi einnig að samþykkja kaupin vegna hluts ríkisins.

„Það eru ýmsir fyrirvarar í þessum samningum og seljandinn veit af því að við munum þurfa að afla heimilda fyrir ráðstöfun á þessum litla hlut ríkisins. En það er ljóst að ríkið, sem algjör minnihlutaaðili í þessum viðskiptum, er hvort sem er ekki ráðandi og þau hefðu í sjálfu sér getað farið fram án samþykkis okkar," segir Steingrímur í samtali við Vísi.