Alþjóðabankinn hefur frestað greiðslu 90 milljóna dala, jafnvirði 10 milljarða króna, láns til Úganda. Ástæðan er gríðarlega hörð löggjöf gegn samkynhneigðum í landinu. Sú löggjöf hefur verið gagnrýnd um allan heim.

Stjórnendur Alþjóðabankans segja að þeir vilji tryggja að nýja löggjöfin myndi ekki stefna í hættu þeim verkefnum sem ætlunin var að styðja með láninu. Láninu var ætlað að bæta heilbrigðisþjónustu í Úganda, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC .

Samkvæmt nýju löggjöfinni verður heimilt að dæma samkynhneigt fólk í lífstíðarfangelsi.