Alþjóðabankinn telur að hagvöxtur á heimsvísu verði 2,5% á þessu ári og 3,1% á því næsta, sem er mun minni hagvöxtur en bankinn spáði í síðustu hagspá sinni. Þar var búist við að hagvöxtur yrði 3,6% bæði árin.

Hagvöxturinn á heimsvísu í fyrra var 2,7% samkvæmt tölum Alþjóðabankans. Ástæða minni hagvaxtar er sögð vera áframhaldandi skuldavandi á evrusvæðinu og minni hagvöxtur í nýmarkaðsríkjum en gert var ráð fyrir.