Í dag er gert ráð fyrir að samþykkt verði að lána Grikkjum 130 milljarða Bandaríkjadala. Líklegt er talið að lánveitingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði í lágmarki. Lágt framlag AGS er talið endurspegla hræðslu um að áhætta sjóðsins sé orðin of mikil á evrusvæðinu.

Fjármálaráðherrar evruríkjanna koma saman í Brussel í dag.

Minna framlag AGS eykur stjórnmálalega óvissu á evrusvæðinu þar sem ríki vilja lágmarka framlög til Grikkja í nýja björgunarpakkanum. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.