Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur sett á lagnirnar 100 milljóna dollara sjóð til þess að vera í stakk búin að takast á við óvænta framtíðar heilsufaraldra. Margaret Chan, formaður Alþjóðleguheilbrigðisstofnunarinnar segir að ebóla hafi ollið því að þessi sjóður hafi verið búinn til. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Chan sagði á árlegum fundi WHO að hún vildi aldrei aftur lenda í þeim aðstæðum að stofnunin myndi standa frammi fyrir því að vera ekki undirbúin hvað varðar mannafla og fjármagn.

Ebólufaraldurinn var sá banvænasti síðan hann var uppgvötaður árið 1976. Fyrstu tilvikin komu upp í Suðaustur Geníu snemma á síðasta ári.