Evrópuþing Business Professional Women verður haldið í Reykjavík árið 2022. Búist er við allt að 1000 konur frá flestum löndum Evrópu taki þátt í ráðstefnunni.

Samtökin Business Professional Women (BPW) voru stofnuð í Bandaríkjunum 1917 en sem alþjóðasamtök 1930. Starfsemi samtakana hér á landi nær aftur til 1979 og fagna því 40 ára afmæli á næsta ári. Markmið samtakanna er að berjast fyrir valdeflingu kvenna um allan heim og eru vettvangur tengslamyndunar og samstöðu.

Evrópuþing samtakana eru haldin á 3 ára fresti og verður næsta þing haldið í Írlandi 2019. Kosið var á milli Íslands, Eistland, Tyrklands og Kýpur til að halda ráðstefnuna 2022 og sem fyrr segir varð niðurstaðan að þingið skildi haldið á Íslandi.

Hávær umræða um jafnlaunavottun innan samtakanna

Að sögn Guðrúnar S. Jakobsdóttur fyrirvarandi forseta BPW á Íslandi varð hávær umræða innan samtakana um nýleg lög um jafnlaunavottun hér á landi í aðdraganda kosninganna og telur hún að sú umræða hafi vegið þungt þegar ákvörðunin var tekin

„Það hefur verið langt og strangt ferli að fá þingið til landsins og má segja aðdragandann ná til ársins 2013 þegar ég fór fyrst á fund Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík) með þessa hugmynd. Það var því mikill áfangi þegar ákvörðunin lá fyrir,“ segir Guðrún og bætir við að mikið sé horft til Íslands innan samtakanna og þess árangurs sem hér hafið náðst í jafnréttismálum.

Kemur til viðbótar við heimsþing kvennleiðtoga hér á landi

Hildur Björg Bæringsdóttir deildarstjóri ráðstefnuverkefna hjá Meet in Reykjavík segir þetta mjög ánægjuleg tíðindi. Sérstaklega í ljósi þess að nýlega var tilkynnt að heimsþing kvennleiðtoga (The Women Leaders Global Forum) verði haldið á íslandi næstu fjögur ár (2018-2021).

„Við finnum fyrir auknum áhuga íslandi fyrir fundi, ráðstefnur og viðburði sem tengjast jafnréttismálum. Koma evrópuþings BPW er enn ein staðfesting þess. Við hjá Meet in Reykjavík höfum mikinn áhuga á því að rækta þennan akur frekar og sækja verkefni tengd jafnréttismálum í enn meira mæli.“ Segir Hildur.