Niðurstöður forvals á verslunar- og veitingarými á Keflavíkurflugvelli verða kynntar í næstu viku en í tilkynningu frá Isavia kemur fram að þar sem Keflavíkurflugvöllur starfar á alþjóðlegum markaði var forvalið alþjóðlegt. Þá kemur einnig fram að breska ráðgjafafyrirtækið Concession Planning International hafi verið ráðið til að aðstoða við valið.

Fram hefur komið að framkvæmdastjóri Kaffitárs, Aðalheiður Héðinsdóttir, telur ólíklegt að kaffihúsið verði áfram rekið í flugstöðinni þegar samningar þess við Keflavíkurflugvöll renna út um áramótin. Þá gagnrýndi hún Isavia fyrir að veita ekki nægilegar upplýsingar um forvalið þegar hún óskaði eftir þeim.

Í tilkynninguni sem Isavia sendi frá sér í dag segir að í kjölfar mikillar fjölgunar farþega í Keflavík sé þörf á mun meiri þjónustu en áður og að við undibúning forvalsins og gerð regla fyrir það hafi meginmarkmiðið verið að fyllsta jafnræðis yrði gætt á milli þáttakenda. Þar segir enn fremur að þegar niðurstaða forvalsins verður kynnt þá verða öll gögn sem varða forvalið og eru ekki bundin trúnaði gerð aðgengileg þeim sem þess óska.