Fjármögnun á áltæknigarði í Þorlákshöfn er í höfn eftir að fyrirtækinu Artus ehf. var tryggt bolmagn frá erlendum fjárfestum. Samið hefur verið við Línuhönnun um framkvæmd á umhverfismati. Þetta kemur fram á fréttavefnum sudurland.is.


?Nú á aðeins eftir að tryggja samninga við orkufyrirtæki,? segir Jón Hjaltalín Magnússon, forsvarsmaður Artus, í samtali við fréttavefinn en hann segir sérstaklega horft til Hellisheiðarvirkjunar. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist næsta sumar segir á sudurland.is.