Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, sagði á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands að íslenskt efnahagslíf sýndi alvarleg ofþenslumerki um þessar mundir og að veislan hefði trúlega nú náð hámarki. Þá taldi hann einsýnt að viðskiptahallinn verði meiri en bankinn hafði spáð í mars síðastliðnum og Ísland haldi áfram að slá skuldamet meðal þróaðra þjóða.

Í erindi sínu varaði Arnór sterklega við hugmyndum sem settar hafa verið fram um getuleysi peningastefnunnar (aðgerðir Seðlabankans með hliðsjón af verðbólgumarkmiðum hans ? sem geta leitt til styrkingar krónunnar). Í því sambandi biður hann menn um að tala skýrar. Hann spurði á móti hvað það væri sem menn vilja frekar en verðbólgumarkmið Seðlabankans. Menn þurfi að svara því.