Friðrik Pálsson, formaður Hjartans í Vatnsmýriinni, segir niðurstöður könnunar, sem MMR framkvæmdi fyrir samtökin, sláandi. Samkvæmt niðurstöðunum eru 78% landsmanna og 68% Reykvíkinga andvíg því að flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli, sem kölluð hefur verið neyðarbrautinm, verði lokað. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu .

„Miðað við þá umræðu sem hefur verið í gangi, og þann einbeitta vilja borgaryfirvalda að loka þessari braut, sem er yfirlýst fyrsta skrefið að því að loka vellinum í heild, þá eru þetta nokkuð alvarleg skilaboð til meirihluta borgarstjórnar,“ segir Friðrik. Segir hann niðurstöðuna staðfesta það sem hafi legið í loftinu, að Reykvíkingar vilji ekki að flugvellinum verði lokað.