Spænski fjármálaráðherrann, Pedro Solbes, lýsti yfir í gær að „alvarleg umræða“ ætti sér nú stað innan seðlabanka Evrópu um hvort lækka ætti stýrivexti vegna þeirrar óvissu sem ríkti um efnahagshorfur.

Samkvæmt Dow Jones-fréttaveitunni neituðu talsmenn evrópska seðlabankans að tjá sig um ummæli fjármálaráðherrans, en þau þykja gefa til kynna að óeining sé innan 21 manns bankastjórnar bankans.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta sótt um hann hér