Bandaríkin ásamt fjórum stærstu hagkerfum í Asíu lýsa yfir alvarlegum áhyggjum vegna hás olíuverðs, sem sagt er fordæmislaust.

Vegna þrýstings frá Bandaríkjastjórn hafa Japan, Kína, Indland og Suður Kórea sammælst því að koma í veg fyrir þann eldsneytisskort sem sagður er ástæða hinna miklu verðhækkana.

Fréttavefur BBC greinir m.a. frá þessu.

Hitt háa olíuverð hefur haft mikil áhrif á hagkerfi heimsins. Þurfa stjórnvöld víða að eiga við mótmæli og óánægju fyrirtækja og kaupenda.

Eru ráðamenn frá aðildarríkjum G8-hópsins svokallaða; Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Rússland auk Kína, Indlands og S-Kóreu, staddir í Japan. Markmiðið er að ráða bót á vandanum, en skýrendur telja það verði hægara sagt en gert.

Hið háa olíuverð er gríðarleg byrði og þjást þróunarríki gríðarlega vegna þess. Talið er að eftirspurn eftir olíu aukist nú mun meira en framboð.

Hefur Dmitri Medvedev sakað Bandaríkin um eiginhagsmunahyggju og kallar hann eftir aukinni samvinu þjóða. Medvedev segir segir að Bandaríkin notist við harkalega stefnu í efnahagsmálum á meðan fátækt hafi aukist í heiminum.

Eins og áður hefur verið greint frá hefur olíuverð náð nýjum hæðum og hefur það ekki verið jafnhátt í 20 ár.

Ástæður þeirra miklu verðhækkana sem urðu á föstudagin eru m.a. taldar vera aukið atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Auk orða aðstoðarforsætisráðherra Ísraeils um að árás á Íran gæti verið óhjákvæmileg.