*

mánudagur, 27. september 2021
Erlent 16. maí 2019 08:51

Alvarlegur öryggisgalli í Windows

Tölvurisinn Microsoft tilkynnti í fyrradag að fyrirtækið hefði uppfært alvarlegan galla í sem var að finna í stýrikerfum þess.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Tölvurisinn Microsoft tilkynnti í fyrradag að fyrirtækið hefði uppfært alvarlegan galla í sem var að finna í stýrikerfum frá fyrirtækinu. Í tilkynningunni kemur fram að hefði ekkert verið að gert hefði það getað haft svipaðar afleiðingar í för með sér og WannaCry gallinn sem komst í fréttirnar fyrir um tveimur árum síðan.

Þetta er þriðji öryggisgallinn sem tilkynnt er um í þessari viku. Fyrr í vikunni tilkynnti Intel að félagið ynni nú að lausn á galla í örgjörvum félagsins sem gæti gert tölvuþrjótum kleift að komast yfir upplýsingar úr tölvum notenda. Þá tilkynnti Facebook að félagið hefði uppfært WhatsApp eftir að upp komst um galla í öryggiskerfi forritsins sem gerð óprúttnum aðilum kleift að koma njósnaforritum fyrir á símum.

Í tilkynningu Microsoft kemur fram að enn sem komið er hafið félagið ekki fengið vitneskju um að einhver hafi nýtt sér gallann en félagið telur það „afar líklegt“ nú þegar gallinn hefur verið gerður opinber. Mikilvægt sé að notendur uppfæri stýrikerfi sín til að tryggja öryggi gagna og upplýsinga.

Gallinn hefur áhrif á tölvur sem keyra á Windows 7 og Windows Server 2008. Þá er hann einnig að finna í eldri gerðum á borð við Windows 2003 og Windows XP. Í ljósi alvarleika öryggisgallans voru gefnar út uppfærslur fyrir eldri stýrikerfin sem er afar óvanalegt. Nýrri stýrikerfi eru ekki talin upp í tilkynningunni og eiga notendur Windows 8 og Windows 10 ekki á hættu að ráðist sé á tölvur þeirra vegna þessa galla.

Stikkorð: Microsoft tækni tölvur