Heimsmarkaðsverð á áli hefur verið að stíga undanfarna daga eftir niðursveiflu í síðasta mánuði.

Er verðið nú um 2.148 dollarar tonnið, en var rétt rúmir 1.800 dollarar á sama tíma 2009.

Hæst hefur verðið á síðustu 12 mánuðum farið í rúma 2.400 dollara en það var í apríl. Eftir það hefur álverð flökt töluvert og fór lægst í um 1.830 dollara í byrjun júní.