Heimsmarkaðasverð á áli var við lokun markaða í gær  í 1.312 dollurum tonnið eftir að hafa farið lægst í 1.290 dollara þann 26. febrúar.

Virðist verðið ætla að haldast nokkuð stöðugt á þessu róli en meðalverðið frá áramótum er rúmlega 1.409 dollarar tonnið. Meðalverðið á öllu síðasta ári var hins vegar tæplega 2.591 dollar tonnið, en verðið fór hæst í 3.290 dollara þann 14. júlí 2008.