Álverð hefur hækkað um rúmlega 30% það sem af er árinu, segir greiningardeild Landsbankans. Verð á áli, til afhendingar eftir þrjá mánuði, fór í dag í fyrsta skipti yfir $3.000 tonnið frá í júní árið 1988.

Ástæða hækkunarinnar má meðal annars leita í aukna eftirspurn í Kína, sem er stærsti notandi áls í heiminum.