Heimsmarkaðsverð á áli hefur sveiflast talsvert allt þetta ár. Í lok dags 5. desember var verðið um 2.255 dollarar tonnið en hefur síðan hækkað ört og var í lok dags í gær komið í 2.325 dollara tonnið. Þetta er samt mun lægra verð en náðist 9. nóvember þegar verðið komst upp í um 2.443 dollara tonnið. Var það jafnframt hæsta verð síðan í apríl á þessu ári og hefur ekki verið hærra síðan í október 2008.