Álverð hefur ekki verið lægra í fjögur ár. Í gær lækkaði verðið undir 1.750 Bandaríkjadali á tonn með afhendingu eftir þrjá mánuði, en það hefur ekki gerst síðan í júlí 2009. Þetta kemur fram á vef Financial Times.

Ljóst er að verðlækkunin mun setja enn meiri þrýsting á álframleiðendur að loka álverum og minnka framleiðslu.

Samkvæmt Alþjóðlegu álstofnuninni (e. International Aluminium Institute) minnkaði dagleg framleiðsla á áli um 4,1% utan Kóina frá apríl til október. Er það minnsta framleiðsla fra ágúst 2010.

Aðstoðarforstjóri Rusal, stærsta álframleiðanda í heiminum, sagði fyrir stuttu að 40% af álframleiðslu í heiminum væri ósjálfbær.