Alcoa
Alcoa
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað ört undanfarna daga. Við lokun málmkauphallarinnar í London í fyrradag kostaði framvirkur samningur um tonn af áli með afhendingu eftir þrjá mánuði 2.638,5 dali en aðeins viku fyrr kostaði sams konar samningur 2.474,5 dali. Verð hefur því hækkað um 164 dali, eða 6,6% á einni viku.

Miklar sveiflur hafa verið á álverði það sem af er ári en í byrjun árs kostaði tonnið 2.467,5 dali og hæst hefur verðið farið í ríflega 2.700 dali. Undanfarnar vikur hafa verið miklar sveiflur á hrávörumörkuðum almennt og tengjast þær m.a. mikilli óvissu um þróun efnahagsmála í heiminum. Seðlabankinn spáði 17% hækkun álverðs á árinu í nýjasta hefti Peningamála sem út kom í apríl sl.