Heimsmarkaðsverð á áli er um þessar mundir í hæstum hæðum síðan um sumarið 2008. Verð á þriggja mánaða framvirkum samningi með ál á málmmarkaðnum í London var við lokun í gær 2769,5 dalir/tonn og hækkaði það um 17 dali frá þriðjudegi. Raunar lækkaði verð á þriðjudag um 20,5 dali/tonn en í lok síðustu viku var verð hið hæsta til þessa á árinu, 2773 dalir/tonn. Markaðir í Bretlandi voru lokaðir á mánudag.

Verð á öðrum málmum hefur farið lækkandi að undanförnu en búast má við frekari hækkunum álverðs samkvæmt erlendum greinendum.