Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað lítillega undanfarna tvo daga eftir að hafa teygt sig upp yfir 2.700 dali/tonn í lok síðustu viku. Verð fór þá hæst í 2.705,5 dali og hefur ekki verið lægra frá sumrinu 2008 eða í tæp þrjú ár. Við lokun markaða á mánudag kostaði 3 mánaða framvirkur samningur um tonn á áli 2.683,5 dali og í fyrradag 2.665,5 dali. Álverð hefur sveiflast talsvert það sem af er ári en í byrjun árs kostaði tonnið 2.467,5 dali og hefur það því hækkað um 200 dali frá áramótum. Í lok janúar hafði það hins vegar lækkað um nær 100 dali.