Verð á framvirkum samningum til þriggja mánaða á áli er nú komið yfir 2.700 dali á málmmarkaðnum í London, LME. Lokaverð föstudagsins var 2.705,5 dalir á tonn og hefur verð hækkað ört undanfarna daga. Það sem af er mánuði hefur verð hækkað um 85 dali/tonn, 3,2%, og hefur það ekki hærra í tæp þrjú ár.

Það er sem af er ári hefur álverð hækkað um tæp 10% en þess má geta að í efnhagsspá Seðlabankans er því spáð að álverð hækki um 14% á árinu.

Ástæðu hækkunarinnar má samkvæmt fastmarkets.com rekja til þess að væntingar í heimshagkerfinu hafa farið batnandi auk þess sem dollar hefur veikst að undanförnu.