*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Innlent 3. nóvember 2017 17:39

Alvogen fyrst á bandaríska markaðinn

Alvogen var fyrst á markað með flensulyf í Bandaríkjunum, en um er að ræða samheitalyf fyrir Tamiflu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Alvogen náði því að vera fyrst lyfjafyrirtækja á markað í Bandaríkjunum með nýtt samheitalyf fyrir flensulyfið Tamiflu, (Oseltamivir phosphate), sem er skráð vörumerki Hoffman La-Roche Inc. Corporation, í lyfjaforminu mixtúruduft, 6 mg/m.

Áður hafði fyrirtækið sett á markað Tamiflu hylki og býður því nú upp á tvenns konar lyfjaform á markaði fyrir komandi flensutímabilað því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Árleg sala samheitalyfjaútgáfu Tamiflu (Oseltamivir suspension) á Bandaríkjamarkaði er áætluð um 33 milljarðar íslenskra króna.

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, segir það stóran áfanga fyrir Alvogen að vera fyrst á markað með svo stórt lyf.„Það er ánægjulegt að vera aftur fyrst á markað með samheitalyf Tamiflu á stærsta lyfjamarkaði heims,“ segir Róbert „Markaðsetning Alvogen felur í sér umtalsverðan sparnað fyrir bandaríska neytendur sem nú hafa ódýrari valkost í baráttunni við flensu.”

Alvogen er um þessar mundir með um 75 samheitalyf í þróun í Bandaríkjunum sem bíða samþykkis bandaríska lyfjaeftirlitsins. Árlegur tekjuvöxtur Alvogen hefur að jafnaði verið um 59% undanfarin átta ár og nær starfsemi fyrirtækisins nú til 35 landa. Bandaríkin eru stærsti einstaki markaður Alvogen.

Stikkorð: Róbert Wessman Alvogen Tamiflu flensulyf