Í ársreikningi Alvogen fyrir árið 2019 kemur fram að félagið búist við bótagreiðslu eftir að lögbanni var hnekkt sem lyfjafyrirtækið Indivior fékk á sölu Alvogen á samheitaútgáfu af lyfinu Suboxone. Lyfið er ætlað er til meðferðar við ópíóðafíkn.

Indivior stefndi Alvogen og taldi það brjóta gegn einkaleyfum félagsins með sölu samheitalyfsins. Alvogen hefur verið sýknað af kröfum Indivior. Í ársreikningi Alvogen er bent á að Indivior hafi gefið út 36 milljóna dollara skuldabréf, jafnvirði um fimm milljarða króna til að mæta hugsanlegum bótagreiðslum sem Alvogen mun fara fram á. Dómur er ekki fallinn í einum anga málsins, en Alvogen býst við að málið falli félaginu í vil miðað við fyrri dóma í deilunni.

Sjá einnig: Ætla að þrefalda hagnaðinn eftir tvö ár

Í uppgjöri Indivior kemur fram að félagið hafi varið 8 milljónum dollara, jafnvirði um eins milljarða króna í lögfræðikostnað, á síðasta ári vegna deilunnar við Alvogen og lyfjafyrirtækið Dr. Reddy's Laboratories í sambærilegu máli.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .