*

mánudagur, 21. september 2020
Innlent 2. júní 2018 17:45

Alvogen horfir til Asíu

Alvogen horfir í auknum mæli til Asíu á kostnað Evrópu.

Ingvar Haraldsson
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.
Aðsend mynd

Alvogen horfir í auknum mæli til Asíu á kostnað Evrópu. Haft er eftir Róbert Wessman, forstjóra Alvogen, í kostaðri umfjöllun á vefnum Finance Asia, að félagið hyggist efla starfsemi sína í Suður- og Suðaustur-Asíu.

Þá hefur verið greint frá því að starfsemi Alvogen í Mið- og Austur-Evrópu sé í söluferli. Reuters hefur fullyrt að starfsemin sé metin á nálægt milljarði dollara, um 105 milljarða króna.

Fjárfestingar í Asíu hafi reynst félaginu vel að sögn Róberts. Það sé nú þegar með starfsemi í ellefu ríkjum Asíu þar sem það selji mörg hundruð vörur og að fyrirtækið reki rannsóknarmiðstöðvar í Suður-Kóreu og Taívan. Alvogen er í meirihlutaeigu fjárfestingarsjóðanna CVC Capital Partners og Temasek, en það síðarnefnda er í eigu singapúrska ríkisins.

Þá skoðar Alvotech, systurfélag Alvogen, að skrá félagið á markað, hugsanlega í Hong Kong.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Róbert Wessman Alvogen Alvotech