Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur keypt ráðandi hlut í lyfjafyrirtækinu Kunwha í Suður-Kóreu. Kunwha er með stærstu samheitalyfjafyrirtækjum í Suður-Kóreu og er það skráð á markað í Seúl. Hjá fyrirtækinu starfa 300 manns. Fyrirtækið sérhæfir sig m.a. í sölu hjartalyfja og lyfja til meðhöndlunar á nýrnasjúkdómum.

Fram kemur í tilkynningu frá Alvogen að með kaupunum styrki félagið starfsemi sína í Asíu en fyrir kaupin er félagið með starfsemi í Kína, Thailandi, Taiwan, Singapore og Malasíu. Kunwha er félag með langa rekstrarsögu og skapar ýmis tækifæri til vaxtar fyrir Alvogen, bæði í Suður Kóreu og öðrum núverandi mörkuðum Alvogen á svæðinu.

Kaupin eru mikilvægur áfangi fyrir uppbyggingu Alvogen í Asíu. Starfsemi Alvogen nær nú til um 25 landa og starfsmenn félagsins eru 1300, þar af um 20 á Íslandi.