Alvogen hefur skrifað undir samning um réttinn að verkjalyfinu Gralise (gabapentin) Avogen greiðir 127,5 milljónir dollara fyrir lyfið Gralise (gabapentin) fyrir um 15 milljarða króna. Seljandinn er bandaríska lyfjafyrirtækið Assertio Therapeutics en stefnt er að því að gengið verði endanlega frá kaupunum í janúar samkvæmt tilkynningu .

75 milljónir dollara af kaupverðinu verða greiddar í greidd í reiðufé og afgangurinn með hlutfalli af sölu á lyfinu. Fyrirtækin búast bæði við að kaupverðið verði greitt að fullu á næsta ári.

Lyfið er verkjalyf til að takast á við veirusýkingu sem gengur undir nafninu ristill eða shingles og er af völdum sömu veiru og orsakar hlaupabóla að því er segir í svari Vísindavefsins.

Í tilkynningunni er bent á að Alvogen sé með starfsemi í 35 löndum og 2.800 starfsmenn en höfuðstöðvar þess eru í Vatnsmýri í Reykjavík.