Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn til sín. Starfsmenn á skrifstofu fyrirtækisins hér á landi eru 35 nú um stundir. Útlit er fyrir að fleiri verði ráðnir þegar fram líða stundir, samkvæmt upplýsingum frá Alvogen.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Lúðvík Karl Tómasson hefur verið ráðinn sem Global Corporate Controller and Treasurer. Lúðvík er löggiltur endurskoðandi og er með yfir 10 ára reynslu af alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Hann er með MBA gráður frá Columbia Business School í New York og London Business School. Lúðvík hefur einnig víðtæka reynslu af fjár- og áhættustýringu alþjóðlegra fyrirtækja og hefur síðastliðin ár starfað sem Group Finance Director hjá Iceland Seafood International og sem Financial Controller hjá deCODE Genetics. Lúðvík mun bera ábyrgð á reikningsskilum, innra eftirliti og fjárstýringu Alvogen samstæðunnar.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Samúel Orri Samúelsson  hefur verið ráðinn sem Director of Group Consolidation. Samúel er löggiltur endurskoðandi með Cand Oecon gráðu frá Háskóla Íslands og hefur síðastliðin 9 ár starfað hjá Deloitte. Hjá Deloitte starfaði hann við endurskoðun og reikningsskil og var einnig í IFRS sérfræðihópi. Samúel hefur einnig kennt sem stundakennari við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Samúel mun m.a. starfa við samstæðureikningsskil Alvogen.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Vala Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem Senior Artwork Designer. Hún er með BA gráðu í grafískri hönnun frá LHÍ og BA í listasögu frá Kaupmannahafnarháskóla. Vala hefur síðastliðin 13 ár starfað sem grafískur hönnuður hjá Hvíta húsinu og hefur víðtæka reynslu flestum sviðum grafískrar hönnunar og auglýsingagerðar. Vala mun m.a. bera ábyrgð á ýmsu kynningarefni Alvogen samstæðunnar og taka þátt í ímyndaruppbyggingu Alvogen um allan heim í samvinnu við hönnunarteymi Alvogen.