*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Innlent 25. október 2019 11:34

Alvogen selur í Mið- og Austur Evrópu

Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur gengið frá sölu á starfsemi sinni í Mið- og Austur Evrópu til Zentiva Group.

Ritstjórn
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og stofnandi Alvogen og Alvotech.
Aðsend mynd

„Starfsemi okkar í Mið- og Austur Evrópu hefur verið einstaklega farsæl og því verður eftirsjá eftir góðum samstarfsmönnum sem nú verða í lykilhlutverki hjá sameinuðu félagi,“ sagði Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, í samtali við Mannlíf, Alvogen hefur gert samkomulag um sölu á starfsemi fyrirtækisins í Mið- og Austur Evrópu til Zentiva Group. Salan er með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda í Evrópu.

Búist er við að viðskiptin gangi formlega eftir á fyrsta ársfjórðungi 2020. Kaupverðið er ekki gefið upp en samkvæmt frétt Reuters frá apríl 2018 var starfsemin metin á um milljarð dollara.  

Viðskiptablaðið fjallaði um mögulega sölu Alvogen á síðasta ári en þá sagði Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen, að starfsemin væri ekki í söluferli og engar ákvarðanir hafi verið teknar um hugsanlega sölu á starfsemi félagsins í Austur-Evrópu.

Stikkorð: Róbert Wessmann Alvogen